fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:53

Birkir Jón og Matthías eru makkerar í landsliðinu sem er er að gera góða hluti í Örobro í Svíþjóð á NM í bridds. Mynd/Matthías Imsland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er í baráttu um sigurinn á Norðurlandamótinu í bridds. Kvennalið Íslands er í þriðja sæti þegar mótið er tæplega hálfnað.

Fyrr í dag unnu íslensku karlarnir stórsigur gegn Dönum og eru nú í öðru sæti, um 11 stigum á eftir Norðmönnum sem leiða mótið. Konurnar gerðu sér einnig lítið fyrir og unnu Svía einnig mjög stórt í leik sem lauk í hádeginu. Mótið fer fram í Svíþjóð.

Birki Jón Jónsson, fyrrum þingmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi, er í hópi þeirra sem skipa íslenska karlalandsliðið. Hann er að vonum kátur með frammistöðuna það sem af er.

„Það er góð stemning í hópnum, ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti,“ segir Birkir Jón.

Kvennaliðið skipa Anna Ívarsdóttir fyrirliði, Inda Hrönn Björnsdóttir, Anna Heiða Baldursdóttir, Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir.

Landsliðið í opnum flokki skipa Jón Baldursson þjálfari, Sigurbjörn Haraldsson, Birkir Jón Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni H. Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.

Mótið fer fram í Örebro en keppni lýkur á morgun.

Íslenska kvennalandsliðið fagnaði góðum sigri á Svíum á Norðurlandamótinu fyrr í dag. Mynd/Matthías Imsland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum