fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Söfnun fyrir dóttur Þóru Dungal – „Mamma mín var breysk eins og við öll“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2023 22:57

Mæðgurnar Max Sól og Þóra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Dungal lést 16. maí, 47 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við fíknisjúkdóm, útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Þóra lætur eftir sig tvær dætur, Max Sól Dungal og Stefaníu Guðnýju.

„Mamma mín var breysk eins og við öll. Hún hafði upp­lif­að sinn skerf af áföll­um og var lengi á flótta. Nú þarf hún ekki að flýja leng­ur. Við systir mín sitjum eftir og lífið er skrítið. En við höldum áfram í minningu mömmu sem reyndi að vera góð mamma þó stundum hafi sársaukinn og flóttinn bara tekið yfir,“ segir Max Sól við Heimildina.

Max er 22 ára gömul og bjó hún með móður sinni. Max þarf nú að standa á eigin fótum, auk þess að annast útför og greiða allar afborganir. Auk þess þarf hún að vinna úr áskorunum síðustu ára sem barn foreldris með fíknivanda, en einnig því mikla áfalli að versti ótti hennar hafi ræst og hún komið að móður sinni látinni og þeim missi sem hún hefur nú orðið fyrir, en nýlega missti Max einnig móðurömmu sína. 

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir Max Sól og er reikningurinn á nafni Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur sem hefur verið fóstra Max síðan hún var sjö ára, og er það fyrirkomulag söfnunarinnar með samþykki Max. Auk þess sem hún missti móður sína á dögunum, hafði hún nýverið misst móðurömmu sína.  „Við kynntumst Max þegar við, ég og maðurinn minn, urðum stuðningsforeldrar hennar þegar hún var bara sjö ára skotta. Síðan þá hefur hún verið partur af fjölskyldunni okkar,” segir Sigrún Lilja í samtali við DV.

Reikningur: 370-22-061500
Kennitala: 191281-4899

Þóra ásamt dætrum sínum, Max Sól Dungal og Stefaníu Guðný.

Þóra hóf feril sem fyrirsæta 18 ára gömul og varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997. Þar lék hún Stellu, sem ásamt Robba, leikinn af Páli Banine, ferðaðist um landið og lenti í ýmsum ævintýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð