fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Fréttir

Sveinn Andri sér um skipti í þrotabúi Herra Hnetusmjörs og félaga

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. maí 2023 09:45

Niktótínpúðaverslun Herra Hnetusmjörs og félaga fór í þrot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, mun sjá um skipti á félaginu ÁBE ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 2. maí síðastliðinn samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Umrætt félag var utan um rekstur nikótínpúðaverslunarinnar Vörin sem staðsett var á Dalvegi 16b í Kópavogi og opnaði með pompi og prakt í byrjun júlí 2021.

Tónlistar- og athafnamaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var andlit verslunarrekstursins og stóð á bak við félagið ásamt viðskiptafélögum sínum Elvari Loga Rafnssyni og Birni Ragnari Björnssyni.

Ætlunin var að ná í sneið af þeim ört vaxandi markaði sem nikótínpúðabransinn var á þeim tíma hérlendis og var verkefnið metnaðarfullt í alla staði. Mikið úrval af vörum sem og smakkbar þar sem hægt var að prófa mismunandi púða og brögð.

„Þakklátur fyrir að fá tækifæri til að opna mína eigin nikotinpúðabúð og stækka veldið,“ skrifaði Herra Hnetusmjör á Instagram-síðu sína við opnun verslunnar en hann hefur ekki farið leynt með þær fyrirætlanir sínar að verða moldríkur. Auk útgáfu tónlistar og tónleikahalds, þar sem hann gerir það afar gott, hefur listamaðurinn meðal annars gefið út bók og opnað skemmtistað auk verslunarrekstursins á Dalvegi.

Frá opnun verslunarinnar á Dalvegi Mynd/Instagram

En þetta tiltekna ævintýri gekk ekki upp og Vörin varð undir í samkeppninni á markaðinum sem afar hörð. Fastlega má þó búast við því að Herra Hnetusmjör sé hvergi að baki dottinn enda veit hann sem er að þeir fiska sem róa.

Eins og áður segir mun það koma í hlut Sveins Andra Sveinssonar að gera þrotabúið upp en hann er einn reynslumesti skiptastjóri landsins og hefur  undanfarin ár komið að afar flóknum verkefnum eins og uppgjöri WOW sem og EK1923, áður heildverslun Eggerts Kristjánssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Í gær

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Í gær

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Í gær

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“