fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Enn eitt dauðsfallið hjá rússnesku elítunni – Ráðherra lést skyndilega um helgina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. maí 2023 07:10

Pyotr Kucherenko

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur stjórnmálamaður á fimmtugsaldri, Pyotr Kucherenko, lést skyndilega um helgina eftir að hafa orðið veikur í flugvél á heimleið frá Kúbu þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt rússneskri viðskiptasendinefnd. Veikindi Kucherenko, sem gegndi embætti vararáðherra vísinda- og mennta, voru mjög skyndileg og í opinberri tilkynningu kemur fram að flugvélinni hafi verið lent í borginni Mineralnye Vody þar sem ráðherranum var komið undir læknishendur en allt kom fyrir ekki.

Þetta er eitt af mörgum dularfullum dauðsföllum í hópi rússnesku stjórnmála- og viðskiptaelítunnar. Í umfjöllun CNN kemur fram að rússneski blaðamaðurinn Roman Super, sem flúði frá Rússlandi skömmu eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust, fullyrti á Telegram síðu sinni að hann hafi rætt við Kucherenko skömmu fyrir flóttann og þar hafi stjórnmálamaðurinn hvatt hann til þess að flýja land því öryggi hans væri ekki tryggt.

Upplifði sig sem gísl

Super fullyrt þá að hann hafi spurt Kucherenko hvort að hann ætlaði að sjálfur að flýja Rússland en því hafi stjórnmálamaðurinn svarað á þessa leið: „Það er ekki lengur möguleiki. Þeir taka af okkur vegabréfin. Og það er enginn staður í veröldinni þar sem fólk verður ánægt með rússneskan ráðherra eftir þessa fasísku innrás.“

Sagði Super ennfremur að Kucherenko upplifði sig sem gísl og að hann keyrði sig áfram á þunglyndis- og róandi lyfjum en þrátt fyrir það ætti hann erfitt með svefn og liði hræðilega.

Annars rússneskur blaðamaður, Roman Anin, greindi frá því í nýliðinni viku að rússneskir stjórnmálamenn mættu ekki segja af sér embættum sínum. Sumir hefðu reynt en verið skipað að halda áfram. Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, brást við þessum tíðindum með því að segja að um falsfréttir væri að ræða.

Þrettán látist skyndilega

Skyndilegt andlát  Kucherenko er ekki fyrsta dularfulla dauðsfallið meðal rússnesku elítunnar. Að minnsta kosti þrettán valdamiklir auðjöfrar hafa svipt sig lífi eða látist með torkennilegum hætti undanfarið árið, þar af tengjast sex þeirra tveimur stærstu orkufyrirtækjum Rússland.

Sjá einnig:  Enn lengist listinn – Rússneskur forstjóri lést – DV

Stjórnmálamaðurinn Pavel Antov 65 ára, sem auðgaðist á kjötvinnslu, lést í Indlandi í desember eftir að hafa fallið út um glugga af þriðju hæð hótels sem hann dvaldist á. Tveimur dögum fyrr hafði ferðafélagi hans og vinur, Vladimir Budanov, látist af völdum hjartaáfalls í sömu ferð. Budanov var með undirliggjandi hjartavandamál en indverska lögreglan úrskurðaði að andlát Antov hefði verið sjálfsvíg.

Sjá einnig: Fyrrum rússneskur herforingi lést skyndilega daginn eftir að Pútín aflýsti ferð í skriðdrekaverksmiðju hans – DV

Þá lést Ravil Maganov, stjórnarformaður Lukoil, í byrjun september eftir að hafa dottið út um glugga á spítala í Moskvu. Nokkrum mánuðum fyrr hafði Alexander Subbotin, kollegi hans hjá Lukoil, fundist látinn í höfuborginni en dánarorsök hans var ekki gefin upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“