fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Erdogan hlýtur mikilvægan stuðning í aðdraganda lokauppgjörsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 19:04

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sinan Ogan, sem fékk þriðju flest atkvæðin í fyrri umferð tyrknesku forsetakosninganna þann 14. maí, hefur lýst yfir stuðningi við sitjandi forseta, Recep Tayyip Erdogan, í seinni umferð kosninganna þann 28. maí næstkomandi þar sem kosið verður á milli forsetans og helsta andstæðings hans, Kemal Kilicdaroglu.

Ogan hlaut 5,17% atkvæða í kosningum en hann var nánast óþekktur fyrir þær í Tyrklandi og vakti árangurinn því nokkra athygli. Erdogan hlaut hins vegar flest atkvæði, 49,52 prósent, rúmum fimm prósentustigum fleiri atkvæði en Kilicdaroglu hlaut.

Í yfirlýsingu sagði Ogan að hann lýsti yfir stuðningi sínum við Erdogan og hvatti alla kjósendur sína til þess að flykkjast á bak við forsetann og tryggja honum áframhaldandi setu í valdastóli.

Sagði Ogan að ákvörðunin hafi verið tekin af vel athuguðu máli og að hún væri tekin með hagsmuni þjóðarinnar og Tyrklands í huga.

„Lýðveldisflokknum hefur mistekst að sannfæra okkur,“ sagði Ogan en Kilicdaroglu er leiðtogi flokksins sem er langstærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins.

Sagði Ogan að Tyrklandi væri á mikilvægum tímamótum og hann treysti Erdogan best til að leysa úr þeim vandamálum. Lagði hann áherslu á að leysa þyrfti úr málefnum innflytjenda, taka á þeirri öryggisógn sem jarðskjálftar eru í Tyrklandi, rífa þyrfti upp efnahag landsins og taka á við hryðjuverkaógn sem hann segir steðja að Tyrkjum.

„Allir eiga rétt á að láta til sín taka í pólitík en við verðum að tryggja að pólitískum örmum hryðjuverkasamtaka verði hent úr tyrkneskri pólitík,“ sagði Ogan, sem tilheyrir stjórnmálasamtökum sem eru afar langt til hægri.

Kilicdaroglu gaf lítið fyrir stuðningsyfirlýsingu Ogan við Erdogan og hvatti tyrknesk ungmenni og alla þá átta milljónir Tyrki sem ekki kusu í fyrra hlutanum til þess að flykkjast á kjörstað og tryggja að Erdogan yrði að víkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“