ÍBV og FH munu ekki spila í Bestu deild karla á morgun eins og áætlað var.
Búist var við að leikurinn myndi hefjast klukkan 16:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en svo verður ekki.
Leikurinn verður spilaður á Hásteinsvelli í Eyjum en verður leikinn klukkan 18:00 á mánudaginn.
Fyrir þessa viðureign er FH með 10 stig eftir sjö leiki en ÍBV er með sex stig og mun verri markatölu.