Harry Kane, leikmaður Tottenham, skoraði sitt 28. deildarmark í dag er liðið spilaði við Brentford.
Mark Kane var gjörsamlega stórkostlegt en hann skoraði eftir aukaspyrnu nokkuð langt fyrir utan teig.
Um var þó ekki að ræða mark beint úr aukaspyrnu en Kane fékk boltann rúllandi og smellti honum í nærhornið.
Það var hins vegar ekki nóg að lokum en Tottenham tapaði leiknum með þremur mörkum gegn einu.
Mark Kane má sjá hér.