Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Liverpool var tekið fyrir. Eftir vonbrigðartímabil er hæpið að liðið nái Meistaradeildarsæti.
„Maður ímyndar sér að tími Klopp með þetta lið sé liðinn. Hann þarf að breyta um leikmenn, sagði Brynjar og bætti við að hann botnaði ekki í hruni Liverpool á svo skömmum tíma.“
Hrafnkell sér fyrir sér breytingar á Anfield.
„Ég held að þeir geri slatta. Það er bara spurning hvað þeir hafa bolmagn í.
Ég held að það hafi og lengi verið leikmenn sem eru ekki nógu góðir til að halda í við Manchester City.“
Umræðan í heild er í spilaranum.