fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Klara hefur vísað máli Kjartans Henry til aganefndar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, sóknarmanns FH til aganefndar sambandsins. Þetta herma heimildir 433.is.

Kjartan Henry var mikið í fréttum eftir leik Víkings og FH í Bestu deild karla á dögunum. Framherjinn knái lét þá kappið bera fegurðina ofurliði.

Í fyrri hálfleik gaf Kjartan Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot svo hann lá blóðugur eftir. Sparkaði hann einnig í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar.

„Það að ég hafi viljandi gefið Niko olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk. Ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli,“ sagði Kjartan Henry eftir atvikið.

Aganefnd KSÍ mun fara yfir atvikið eftir að Klara vísaði málinu þangað og taka ákvörðun um það hvort dæma eigi framherjann í leikbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“