fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

KSÍ heimsótti danska knattspyrnusambandið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 17:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hélt KSÍ fund þar sem yfirþjálfarar, afreksþjálfarar, yfirmenn knattspyrnumála og aðrir sem tengjast afreksþjálfun félaganna, fengu kynningu frá Davíð Snorra Jónassyni þjálfari U21 landsliðs karla og Jóhannesi Karli Guðjónssyni aðstoðarþjálfari A landsliðs karla á því sem er að gerast í landsliðsumhverfinu og hugmyndafræði landsliða Íslands. Þeir sögðu einnig frá heimsókn KSÍ til danska sambandsins þar sem sálfræðiþátturinn og leikgreiningar voru í fyrirrúmi.

Á fundinum kynnti Grímur Gunnarsson sálfræðingur KSÍ verkefnið „Sálfræði í knattspyrnu. frammistaða og vellíðan“ sem unnið var í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Markmið verkefnisins er að auka vitund leikmanna, þjálfara og foreldra á hugrænum þáttum í knattspyrnu. Ósk Gríms er að ungir iðkendur líti á hugræna færni sem færni sem hægt er að þjálfa eins og alla aðra færni í knattspyrnu.

Undanfarin ár hafa verið gerðar mælingar á hugrænni færni leikmanna æfingahópa íslands í knattspyrnu, og í kjölfarið var ákveðið að gera sambærilegar mælingar á öllum 16 ára knattspyrnuiðkendum landsins. Í kjölfar mælinganna var gefin út bók undir ritstjórn Gríms Gunnarssonar sem er hugsuð sem grunnfræðsla um sálfræði í knattspyrnu. Efni bókarinnar byggir á kennslubókum og fræðibókum í íþróttasálfræði ásamt fræðigreinum.

Hér má sjá frekari upplýsingar um verkefnið „Sálfræði í knattspyrnu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu