Paul Pogba, leikmaður Juventus, fór grátandi af velli gegn Cremonese í Serie A í gær.
Franski miðjumaðurinn var að byrja sinn fyrsta leik með Juventus frá komu sinni til félagsins síðasta sumar. Hann mætti meiddur til félagsins frá Manchester United.
Pogba þurfti hins vegar að fara af velli strax á 24. mínútu í 2-0 sigri Juventus í gær.
Hann var afar sár og í tárum þegar hann fór af velli.
„Við erum mjög vonsviknir. Sérstaklega því honum var að ganga svo vel. Þetta er sárt því hann hefur fórnað svo miklu til að snúa aftur. Nú þarf hann að vera frá vellinum á ný,“ sagði Massimo Allegri, stjóri Juventus, eftir leik.
Þetta var fyrsti byrjunarleikur Pogba frá því hann spilaði með United gegn Liverpool í apríl 2022.
Paul Pogba goes off injured after making his first start for Juventus this season 💔 pic.twitter.com/H8YhiIvkMk
— GOAL (@goal) May 14, 2023