fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Menntaskólinn á Akureyri biður fyrrverandi nemanda afsökunar – Hætti vegna sögusagna og alvarlegra ásakana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. maí 2023 12:51

Menntaskólinn á Akureyri. Mynd: Kristján J. Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólameistari Menntaskólans á Akureyri hefur beðið fyrrverandi nemanda skólans afsökunar en hann neyddist til að hætta þar námi vorið 2021 vegna sögusagna og alvarlegra ásakana sem reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ásakanirnar og söguburðurinn fylgdu nemandanum í MH þar sem hann hóf nám eftir dvölina í M.A. og var nafn hans krotað á spegil í Metoo átaki í skólanum.

Afsökunarbeiðni skólameistara M.A. til nemandans fyrrverandi er birt á vef skólans en RÚV greindi einnig frá málinu.

Í tilkynningu skólameistara segir:

„Menntaskólinn á Akureyri hefur unnið með mál fyrrum nemanda skólans sem neyddist til að hætta námi vorið 2021 vegna sögusagna og alvarlegra ásakana. Þegar samskonar ásakanir komu upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð í haust gagnvart sama nemanda voru þær skoðaðar af ráðgjafarhópi á vegum mennta-og barnamálaráðuneytis og reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

MA lítur málið alvarlegum augum enda hafa þessar sögusagnir haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir umræddan nemanda. Af hálfu skólans er hann beðinn afsökunar á að ekki hafi tekist að rétta hlut hans meðan á námi hans stóð í MA og standa vörð um hans rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin