fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Viðureign Breiðabliks og KR vinsælust – Blikar áberandi á listunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 14:30

Ísak í leik með Breiðabliki 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðureignir KR og Breiðabliks hafa dregið að sér mestan áhorfendafjölda undanfarin fjögur ár (2019-2022) í efstu deilda karla.

Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte.

Að meðaltali mættu 1.522 á níu viðureignir þessara liða á þessum fjórum árum. Flestir mættu í júlí 2019, eða 3.012

Þar á eftir koma viðureignir Breiðabliks og HK með 1.380 áhorfendur að meðaltali á leik.

Viðureign Breiðabliks og Vals er vinsælust í efstu deild kvenna. Mynd/Valli

Í kvennaflokki hafa viðureignir Breiðabliks og Vals verið eftirsóknarverðastar. Að meðaltali mættu 626 á leiki þeirra. Flestir mættu í september 2019, alls 1.206.

Þar á eftir í kvennaflokki koma viðureignir Blika og Fylkis. Þar hafa 345 að meðaltali mætt á leik.

Þess ber að geta að kórónuveirufaraldurinn og óþægindi sem honum fylgdu höfðu að hluta áhrif á áhorfendafjölda á skeiðinu sem um ræðir.

Vinsælustu viðureignir í karlaflokki 2019-2022
1. Breiðablik – KR 1.522 (9 viðureignir)
2. Breiðablik – HK 1.380 (5 viðureignir)
3. Breiðablik – Fram 1.343 (2 viðureignir)
4. Breiðablik – FH 1.275 (8 viðureignir)
5. Breiðablik – Víkingur 1.193 (8 viðureignir)
6. KR – Valur 1.179 (9 viðureignir)
7. HK – ÍBV 1.094 (2 viðureignir)
8. FH – KR 1.084 (7 viðureignir)
9. Breiðablik – Valur 1.080 (9 viðureignir)
10. Breiðablik – Grótta 1.067 (2 viðureignir)

Vinsælustu viðureignir í kvennaflokki 2019-2022
1. Breiðablik – Valur 626 (8 viðureignir)
2. Breiðablik – Fylkir 345 (5 viðureignir)
3. Afturelding – KR 281 (2 viðureignir)
4. Afturelding – Þróttur 276 (2 viðureignir)
5. Breiðablik – HK/Víkingur 270 (2 viðureignir)
6. FH – Valur 268 (1 viðureign)
7. Fylkir – KR 261 (3 viðureignir)
8. Afturelding – Selfoss 256 (2 viðureignir)
9. Afturelding – Keflavík 253 (2 viðureignir)
10. Breiðablik – FH 253 (2 viðureignir)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann