fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Manchester United úr leik eftir stórt tap á Spáni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 21:04

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið í Evrópudeildinni í kvöld. Um var að ræða seinni leiki liða í 8-liða úrslitum.

Jafnt var í einvígi Sevilla og Manchester United eftir 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna á Old Trafford.

Sevilla gerði sér hins vegar lítið fyrir og burstaði Rauðu djöflanna í kvöld. Spánverjar voru mun betri í fyrri hálfleik og var vörn gestanna allt annað en sannfærandi. Eftir slaka sendingu David De Gea á Harry Maguire snemma leiks brást Erik Lamela fljótt við, vann boltann og kom honum á Youssef El-Nesyri sem skoraði. Staðan í hálfleik 1-0.

Snemma í seinni hálfleik kom Loic Bade Seville svo í afar góða stöðu þegar hann skoraði annað mark þeirra. El-Nesyri innsiglaði svo 3-0 sigur Sevilla, 5-2 í einvíginu, með marki eftir önnur mistök David De Gea.

Í Portúgal gerði Sporting 1-1 jafntefli við Juventus. Ítalska liðið fer því áfram eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum. Adrien Rabiot kom Juventus yfir á 9. mínútu en Marcus Edwards jafnaði af vítapunktinum tíu mínútum síðar.

Bayer Leverkusen er þá einnig komið í undanúrslit eftir stórsigur á Union St. Gilloise. Fyrri leik liðanna í Þýskalandi lauk 1-1 en Leverkusen vann 1-4 sigur í kvöld. Moussa Diaby, Michel Bakker, Jeremie Frimpong og Adam Hlozek gerðu mörkin en Casper Terho skoraði mark heimamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?