fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Íslenskir smáframleiðendur fá sviðið í Hagkaup

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölbreyttar afurðir frá íslenskum frumkvöðlum verða í aðalhlutverki á Matarmarkaði smáframleiðenda í Hagkaup dagana 19.–26. apríl. Að þessu sinni eru þátttakendur 21 talsins, allt íslenskir smáframleiðendur, sem munu bjóða gestum Hagkaups upp á flatkökur, sinnep, ís, pestó, veganvörur, úrval af lífrænum afurðum og margt fleira á meðan markaðurinn stendur yfir.Með Matarmarkaði smáframleiðenda vill Hagkaup styðja við íslenska smáframleiðendur og vekja athygli á fjölbreyttri flóru af gæðavörum sem íslenskir frumkvöðlar hafa upp á að bjóða – og um leið beina kastljósinu að blómlegri nýsköpun í matvælaframleiðslu á Íslandi. Hagkaup hefur í gegnum árin unnið markvisst að því að efla samstarf við íslenska frumkvöðla sem eru að taka sín fyrstu skref á innanlandsmarkaði. Margir hafa þeir náð góðum árangri og eru í dag með þekktar vörur á markaði.„Við erum einstaklega stolt af matarmarkaði smáframleiðenda, þar sem viðskiptavinum býðst að kaupa vörur frá okkar frábæru íslensku smáframleiðendum sem að okkar mati eru algjörar rokkstjörnur. Það getur verið flókið ferli að koma vöru á markað og þá sérstaklega þegar um smáframleiðendur er að ræða. Þess vegna þykir okkur mikilvægt að styðja við framleiðendur á Íslandi og veita þeim tækifæri til að selja sínar vörur í okkar verslunum. Nýsköpun í matargerð hér á landi er mjög fjölbreytt og blómleg og við gerum okkar allra besta til að hampa íslensku matarhandverki með því að bjóða upp á gott úrval í okkar verslunum. Þetta er sannkölluð sælkerahátíð og því er tilvalið fyrir alla sem elska góðan mat og vilja styðja við íslenska frumkvöðla að kíkja til okkar 19.–26. apríl,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Stuðningur frá Uppsprettunni

Hluti smáframleiðendanna sem tekur þátt í matarmarkaðnum að þessu sinni hefur notið stuðnings úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga, í gegnum tíðina. Hlutverk sjóðsins er að styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í matvælaframleiðslu á Íslandi. Sérstök áhersla er lögð á stuðning til innlendra verkefna sem taka tillit til sjálfbærni. Á síðasta ári var 16 milljónum úthlutað úr sjóðnum til 12 verkefna.Matarmarkaður smáframleiðenda fer fram í Hagkaup Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ og Akureyri 19.–26. apríl. Þeir smáframleiðendur sem taka þátt að þessu sinni eru:Ábót íslensk fæðubótBiobúBrælubakaríiðElla Stína VeganEmmson SveppirEylífGelatoÍsgerðin á AkureyriIsqueeze ÍslandKaja OrganicKetó EldhúsiðLitlabýliMatarsmiðjanPesto.isPönnukökuvagninnPure NaturaRabarbiaSkúbbSpírubarinnSVAVA sinnepVera Örnudóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa