fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Þetta eru þrír kostir Lingard í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 16:30

Jesse Lingard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard hefur sem stendur úr þremur kostum að velja er kemur að framtíð sinni.

Eins árs samningur Lingard við nýliða Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni er að líða undir lok. Hann kom til liðsins á frjálsri sölu frá uppeldisfélaginu Manchester United síðasta sumar.

Lingard var einn af mörgum leikmönnum sem Forest fékk til liðs við sig síðasta sumar. Það hefur þó ekki gengið sem skildi. Liðið er í fallsæti sem stendur og hefur ekki unnið í tíu leikjum í röð.

Sem fyrr segir verður hinn þrítugi Lingard samningslaus í sumar. Samkvæmt frétt Daily Mail verður hins vegar ekki vandamál fyrir hann að finna sér nýtt starf.

Miðillinn segir að Leicester hafi mikinn áhuga á Lingard og sömuleiðis tyrkneska stórveldið Fenerbahce. Lingard lék eitt sinn á láni með fyrrnefnda félaginu í B-deild.

Þá hafa félög í Mið-Austurlöndum einnig áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land