fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Skemmtilegt sumar framundan þar sem ungir verða í aðalhlutverki

433
Mánudaginn 10. apríl 2023 08:00

Þorkell Máni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst í dag með heilli umferð og er eftirvæntingin mikil.

Leitað var til stuðningsmanna liðanna í deildinni og lagður fyrir þá spurningalisti.

Fjölmiðla- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson svaraði fyrir hönd stuðningsmanna Stjörnunnar.

Hvernig líst þér á sumarið hjá þínu liði?
Mér líst bara nokkuð vel á þetta. Við erum með lið í sæti 4 til 8 sem er að mestu byggt á ungum og uppöldum leikmönnum. Þetta verður alltaf skemmtilegt sumar.

Hvernig finnst þér hafa gengið að styrkja leikmannahópinn?
Ég held að styrkingar hafi að mestu leiti verið vel heppnaðar.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðinu?
Það er Leedsarinn hann Róbert Frosti. Hann getur samt verið verið vel pirrandi náungi líka.

Ertu duglegur að mæta á völlinn hjá þínu liði?
Já ég fer vanalega á alla leiki sem ég kemst á.

Fyrir utan heimavöllinn hjá þínu félagi, hvar er skemmtilegast að fara á völlinn?
Það er að fara til Keflavíkur. Þar er mér alltaf tekið eins og heimamanni. Enda eru Keflvíkingar allir algert toppfólk.

Hvað finnst þér um fyrirkomulagið í Bestu deildinni sem var prófað í fyrsta sinn á síðustu leiktíð?
Þetta fyrirkomulag er frábært og vonandi styttist í tvöfalda úrslitakeppni. Vantar samt hærri peningaverðlaun að vinna forsetabikarinn. Þarf meiri gulrót þar.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
Verður algert slys ef Blikar verða ekki meistarar, besta liðið og bestu þjálfararnir. Verður samt meira spennandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar