fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Stress kom upp um fíkniefnasmygl Íslendings

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 10:28

Efnin sem fundust við leit í bílnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 ára Íslendingur var handtekinn við landamæri Þýskalands og Hollands þann 25. febrúar síðastliðinn vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnalagabrot.

Maðurinn var gómaður með átta lítra af amfetamínbasa í bænum Schüttorf aðfaranótt laugardagsins 25. febrúar. Fjallað var um málið á vef þýska miðilsins Meinestadt á dögunum, en Vísir greindi fyrst frá málinu hér á landi í morgun.

Maðurinn var á leið frá Hollandi til Þýskalands þegar landamæraverðir stöðvuðu för hans og spurðu hann ýmissa spurninga. Tekið er fram að maðurinn hafi neitað því að vera með eitthvað ólöglegt í fórum sínum en augljóslega verið stressaður vegna afskipta landamæravarða. Það hafi orðið til þess að bifreiðin var tekin til nánari skoðunar og efnin fundust í tveimur brúsum.

Maðurinn er sagður hafa haldið því fram að um hreinsiefni væri að ræða. Tollverðir tóku sýni úr vökvanum og leiddi prófun í ljós að um amfetamínbasa var að ræða.

Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, að því er fram kemur í frétt Meinestadt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ætlaði að selja sjónvarpið sitt en maðurinn vildi eitthvað annað

Ætlaði að selja sjónvarpið sitt en maðurinn vildi eitthvað annað
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Í gær

Eldgosinu er lokið

Eldgosinu er lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“