fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Einar segir veturinn í Reykjavík þann kaldasta á öldinni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 13:42

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir að veturinn sem senn líður undir lok hafi verið sá kaldasti á þessari öld í Reykjavík.

Einar segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og bætir við að meðalhiti vetrarins frá desember og fram í mars hafi verið -1,6 gráður. Af þessum mánuðum var desember sá kaldasti með meðalhita upp á -3,9 gráður, í janúar var meðalhitinn -1,8, í febrúar +2,1 og mars -1,6.

„Kaldara var í Reykjavík veturinn 1994-95. Þá var meðalhiti undir frostmarki alla vetrarmánuðina og reyndar líka snjóþungur vetur um mikinn hluta landsins,“ segir Einar í færslunni.

Hann segir að nýliðinn mars hafi verið óvenju þurr á alla mælikvarða. „Langt undir 10 mm samtals í höfuðborginni,“ segir Einar og bætir við að endanleg yfirferð sé væntanleg frá Veðurstofu Íslands á næstunni.

„Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að fara aftur til 1971. Þá í júní. En af marsmánuðum var þurrara í Reykjavík í mars 1962 fyrir rúmlega 60 árum, með aðeins 2,3 mm.“

Hann segir að tíðin í vetur skeri sig mikið úr, einkum í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna hér á landi skömmu fyrir aldamótin. „Bæði fyrir langa samfellda kuldakafla og ekki síður óvenju eindregin skil,“ segir hann en færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“