Lothar Matthaus, goðsögn Þýskalands, býst við því að Thomas Tuchel muni snúa gengi Bayern Munchen við á næstu vikum og mánuðum.
Bayern ákvað að losa Julian Nagelsmann nýlega og réð Tuchel sem var áður hjá Dortmund, PSG og Chelsea.
Gengi Bayern á tímabilinu hefur ekki verið frábært og kölluðu margir eftir breytingum – þar á meðal Matthaus.
Matthaus segir að vandræðin hafi verið of mikil undir stjórn Nagelsmann sem ku hafa misst klefann á síðustu vikum.
Bayern spilaði vel eina vikuna og illa þá næstu sem er óvenjulegt fyrir sterkasta lið Þýskalands.
,,Ég býst við því að liðið undir Tuchel verði meira stöðugt og að spilamennskan verði stöðug í hverri viku,“ sagði Matthaus.
,,Margir leikir undir Nagelsmann voru ólíkir Bayern og þeir voru alltof óstöðugir. Það voru of mörg vandamál þarna.“