David de Gea, markmaður Manchester United, virðist hafa staðfest það að hann hafi engan áhuga á að fara frá félaginu á næstunni.
De Gea er vinsæll í Manchester en þónokkrir telja að félagið þurfi á öðrum markmanni að halda sem hentar leikstíl Erik ten Hag, stjóra liðsins, betur.
De Gea verður samningslaus í sumar en hann er 32 ára gamall og hefur leikið með félaginu frá 2011.
,,Ég hef verið hér í mörg, mörg ár og hef notið þess að spila fyrir félagið,“ sagði De Gea við Sky Sports.
,,Auðvitað er frábært að vera hérna, þetta er risastórt félag, ég elska þetta félag og er virkilega ánægður.“
,,Það hefur verið mikill hávæði í kringum félagið undanfarin ár en leikmennirnir einbeita sér að leikjunum.“