fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Foo Fighters rokkmessa

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. apríl 2023 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld á viðburða staðnum Húrra við Tryggvagötu verður talið í öll helstu lög hljómsveitarinnar góðkunnu Foo Fighters.

Hljómsveit kvöldsins segir að ástæða þyki til að heiðra sveitina á þessum tímapunkti og minnast trommuleikara sveitarinnar Taylor Hawkins en hann féll frá um aldur fram nú fyrir ári síðan. Foo Fighters þekkja allir rokk unnendur enda ein vinsælasta sveitin í heiminum í dag. Hljómsveitin hefur komið nokkrum sinnum til landsins og leikið á tónleikum við frábærar undirtektir.

Fráfall Taylor Hawkins var mikið áfall enda dáður drengur sem brann fyrir tónlistina. Nýlega voru haldnir tveir risa minningartónleikar honum til heiðurs á Englandi og í Bandaríkjunum og nú er komið að litla Íslandi að minnast kappans með gleði í hjarta.

Dagskrá kvöldsins verður flutt af mikilli innlifun enda liðsmenn í hljómsveit kvöldsins miklir aðdáendur og engir aukvissar þegar kemur að flutningi á rokkmúsík enda reynsluboltar á hverju hljóðfæri. Flytjendur:
Einar Vilberg – Söngur / gítar
Franz Gunnarsson – Gítar / söngur
Skúli Gíslason – Trommur / söngur
Elvar Bragi Kristjónsson – Gítar / söngur
Hálfdán Árnason – Bassi / söngur

Miðasala fer fram á MiðiX.
Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki