fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hjólhestar í stað hesta

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fleiri brá Pósturinn á leik þann 1. apríl og fékk Hafnarfjarðarbæ og Hestamannfélagið Sörla í lið með sér. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt að nota eigi reiðhesta á ný í þjónustu Póstsins en til stendur að bæta hjólhestum í flotann, nánar tiltekið rafhlaupahjólum fyrir bréfbera.

„Til að byrja með höfum við fest kaup á nokkrum rafhlaupahjólum sem verða notuð þegar fer að vora. Þegar hefur verið sent hjól á Siglufjörð en þar kviknaði einmitt hugmyndin. Nú berst minni bréfpóstur svo fara þarf langt á milli staða og þá getur verið gott að hafa svona farartæki. Ekki skemmir fyrir hversu umhverfisvæn rafhlaupahjólin eru,“ segir Vilborg Ásta, markaðsstjóri Póstsins.

„Umhverfis- og loftlagsmál eru okkur alltaf ofarlega í huga. Eitt stærsta verkefni Póstsins í loftslagsmálum eru orkuskipti bílaflotans. Í fyrra settum við saman vegvísi um orkuskipti og endurnýjun flotans, þ.e. hvernig og hvenær farartæki Póstsins af öllum og stærðum og gerðum munu ganga fyrir endurnýjanlegum, innlendum orkugjöfum. Lokatakmarkið er að orkuskiptum verið lokið fyrir árið 2030,“ segir Vilborg.

Hún vill að lokum þakka Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Atla Má Ingólfssyni, formanni Sörla, fyrir að taka þátt í sprellinu 1. apríl. „Þetta var góðlátlegt grín sem fólk hafði vonandi gaman af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum