fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Pósturinn notar hesta á ný

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. apríl 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þarfasti þjónninn er aftur genginn til liðs við Póstinn sem hefur ráðið fimm hesta til að flytja póst og pakka. Hafið er tilraunaverkefni í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ sem lofar góðu og mun hafa mikið að segja í baráttunni gegn loftlagsvandanum.Vilborg Ásta Árnadóttir hjá Póstinum segir að það þurfi að bregðast við hækkandi olíuverði og auknum kröfum um umhverfisvernd. „Pósturinn leitar sífellt leiða til að draga úr losun og eitt af aðalmarkmiðum ársins 2023 er að fjölga grænum leiðum.Það er gaman að segja frá því að hugmyndin um að nýta aftur hesta til að flytja póst og pakka manna á milli kom frá starfsmanni Póstsins í hugmyndasamkeppni um hvernig mætti minnka kolefnispor fyrirtækisins. Fyrst hlógum við þegar þessi hugmynd kom upp en þegar farið var að kanna málið kom í ljós hún er ekki svo fráleit,“ segir hún.„Við höfum bæði ráðfært okkur við sérfræðing í Bretlandi, Ellis Brigham, sem starfar í hestadeild lögreglunnar í Gloucestershire, og Atla Má Ingólfsson, formann Hestamannafélagsins Sörla. Þeir eru sammála um að íslenski hesturinn henti vel í þetta verkefni því hann er bæði sterkur og gáfaður og þægilegur í umgengni. Svo er skapgerð hestanna okkar víst mjög góð fyrir krefjandi verkefni eins og þetta,“ segir hún.

Nú er hafið tilraunaverkefni í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ sem snýst um að nýta hesta á ný til að dreifa pósti og pökkum í hverfum Hafnarfjarðar. „Það tekur tíma að þjálfa hestana en þau Gustur, Funi, Gerpla, Tígull og Ósk lofa góðu og hafa þegar farið í fyrstu ferðirnar með pinkla og bréf í úthverfum Hafnarfjarðar,“ segir Atli sem er spenntur fyrir tilraunaverkefninu. „Það er gaman að finna íslenska hestinum nýjan tilgang í breyttum heimi,“ bætir hann við.Vilborg segir að það krefjist nokkurs undirbúnings að koma verkefninu á koppinn. „Við höfum auglýst eftir knöpum innanhúss til að sinna þessu verkefni. Viðkomandi þurfa að vera alvanir hestamennsku og hafa mikinn áhuga á að taka þátt í tilrauninni með okkur.Þó að Pósturinn sigli á hraðbyri inn í stafræna framtíð er þetta afturhvarf til fortíðar nauðsynlegt til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Við bindum miklar vonir við verkefnið. Ég held að fólki muni þykja gaman að sjá þarfasta þjóninn á götum bæjarins á ný,“ segir Vilborg að lokum og strýkur yfir snoppuna á Ósk.

Undir þetta tekur bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir: „Lágmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda, virkt hringrásarhagkerfi og vistvænar samgöngur eru okkur mikið hjartans mál. Það er því ekki annað hægt en að fagna framtaki Póstsins og hoppa á hestvagninn. Á sama tíma leggjum við mikla rækt við bæjarbraginn, sögulega arfleifð, hlýleika og upplifun í einstöku umhverfi. Mig grunar að íbúar muni taka vel í þessa „nýjung“ hér heima í Hafnarfirði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“