fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

„Tókum strax ákvörðun um að hanna húsið eftir því hvernig við lifum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:00

Greta Salóme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greta Salóme tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson viðskiptafræðingur keyptu fokhelt einbýlishús í Mosfellsbæ í mars 2021, hönnuðu það sjálf og fluttu inn í nóvember sama ár. Sonurinn Bjartur Elí fæddist síðan í desember 2022. 

„Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á að búa okkur fallegt heimili sem væri griðastaður bæði fyrir okkur og alla sem koma inn á okkar heimili. Við ætluðum að fá innanhússhönnuð í að hanna þetta með okkur en svo komumst við að niðurstöðu um að gera þetta sjálf. Við höfum bæði brennandi áhuga á hönnun og höfðum mjög sterkar skoðanir á hvernig við vildum hafa þetta,“ segir Greta Salóme. Innlit var á heimili fjölskyldunnar í þættinum Matur og heimili sem sýndur er á Hringbraut alla þriðjudaga.

Segir Greta Salóme þau hafa verið búin að leita lengi að einbýli en þau hafi vitað strax þegar þau gengu inn í húsið að það yrði framtíðarheimilið þeirra þótt það hefði verið bara timbur og steypa þá.

„Myndi segja að stíllinn sé mínímalískur en samt hlýr og örugglega skandinavískur en samt rómantískur. Það skiptir mig öllu máli að allir finni sig velkomna á mínu heimili. Hjarta heimilisins slær algjörlega í eldhúsinu og stofunni. Húsið skiptist í þrjá hluta, svefnherbergisálmu, bílskúr og svo alrými með eldhúsi og stofu og þar slær hjartað. Þar kveikjum við upp í arninum, eldum mat fyrir okkur og okkar og þar söfnum við minningum með fólkinu okkar,“ segir Greta Salóme.

Parið fékk Funa í lið með sér til að teikna arinn inn í stofuna og segist Greta Salóme elska notalegu stemninguna sem myndast þegar kveikt er upp í arninum.
Mynd: Anton Brink
Allar innréttingar og heimilistæki í eldhúsinu eru frá Voke. „Þau hjálpuðu með efnisval og teikningar. Við verjum mestum tíma í eldhúsinu og þess vegna skipti máli að eldhúsið sé opið og þar sé gott vinnupláss.“
Mynd: Anton Brink
Mynd: Anton Brink

Í húsinu er mikið af mjúkum jarðlitum og gylltum tónum í bland við dökkar innréttingar og ljósan stein. „Við ákváðum strax að velja gæði í öllu sem á að standa lengi þótt það væri dýrara þar sem við höfum brennt okkur á því áður að fara styttri leið í þannig hlutum og það hefur alltaf komið í bakið á okkur.“

Spa-stemning er á baðherbergjunum og ræður fagurfræði og notagildi ferðinni.
Mynd: Anton Brink

Svefnherbergið er með dökkum litum. „Við vildum skapa smá svona hótelherbergisstemningu í svefnherberginu og hugsa sérstaklega út í allt sem getur stuðlað að betri svefni og vellíðan. Við völdum að hafa herbergið dökkt og þannig að það tæki utan um mann. Við settum teppi á gólfið sem er sennilega besta ákvörðun sem við tókum í öllu ferlinu. Svo erum við með þykk myrkvunartjöld og dökkan lit á veggjum og lofti. Mér finnst ekki gaman að sofa og sef mjög laust en mér finnst svefninn hafa batnað til muna eftir að við fluttum inn.“

Mynd: Anton Brink
Greta Salóme og Elvar vildu gera barnaherbergið ljósara en hin herbergin og skapa ró þar inni bæði fyrir þau og soninn.
Mynd: Anton Brink

Stúdíó er á heimilinu og æfingaaðstaða í bílskúrnum. „Við tókum strax ákvörðun um að hanna húsið eftir því hvernig við lifum og í samræmi við okkar lífsstíl. Bílskúrinn eru 40 fermetrar og við vildum ekki nota hann undir bílageymslu heldur breyta honum í æfingaaðstöðu. Við æfum bæði mikið og þetta er búinn að vera mikill tímasparnaður og sérstaklega núna þegar við erum komin með lítið barn.“

Stúdíóið er einstaklega fallegt og ákveðin kyrrð ríkir þar. „Ég vildi hafa það dökkt og hlýtt og með góðri hljóðvist. Ég nota það bæði í að taka upp og svo æfa mig á fiðluna og þess vegna skiptir máli að líða vel þarna inni.“
Mynd: Anton Brink
Mynd: Anton Brink
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“