fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin íhugar að fækka ríkisstarfsmönnum og útilokar ekki skattahækkanir

Eyjan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 09:00

Ríkisstjórnin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um þær aðhaldsleiðir í ríkisfjármálum sem verði boðaðar um miðja vikuna. Hún útilokar ekki skattahækkanir og jafnvel fækkun ríkisstarfsmanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Katrínu að allir skilji hvað þetta þýði. „Það getur þýtt fækkun starfsmanna og það getur líka þýtt fækkun verkefna,“ hefur Fréttablaðið eftir henni.

Hún sagði að ríkisstjórnin vinni að því að sameina ríkisstofnanir og að ríkið verði að afla meiri tekna og því séu skattahækkanir ekki útilokaðar.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það komi honum ekki á óvart að forsætisráðherra vilji skattahækkanir. Hann sagði að álögur ríkisins séu nú þegar mun hærri en það sem geti talist hófsamt. Háir skattar dragi úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. „Þessar hugmyndir eru ekki bara varhugaverðar, þær eru hreinlega óskynsamlegar. Auknar álögur draga líka úr getu okkar til að laða hingað starfsfólk og skapa verðmæti,“ sagði Óli Björn.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér