fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. mars 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem búsettur er hér á landi verði framseldur til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út fyrir þremur árum.

Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir ölvunarakstur og fjársvik í Póllandi. Hann kom hingað til lands árið 2014 og bjó hér með unnustu sinni og syni. Árið 2016 var hann framseldur til Póllands vegna handtökuskipunar frá árinu 2015. Samkvæmt framsalsbeiðninni sem borist hefur íslenskum yfirvöldum vegna málsins núna rauf maðurinn skilorð og á því að sitja af sér dóm sem hann hafði fengið reynslulausn frá.

Maðurinn krafðist þess að framsalsbeiðninni yrði hafnað, m.a. á þeim forsendum ekki komi fram í henni með hvaða hætti hann á að hafa rofið skilorð og auk þess hafi hann ekki verið löglega boðaður til að vera viðstaddur þá ákvörðun.

Að mati bæði héraðsdóms og Landsréttar eru lagaleg skilyrði í málinu hins vegar uppfyllt og hafa þeir því staðfest þá ákvörðun ríkissaksóknara frá 13. febrúar síðastliðnum, að verða við beiðni pólskra yfirvalda um að afhenda manninn til Póllands, á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út í mars árið 2020.

Úrskurðina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“