fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Íslenska landsliðið beið afhroð í Bosníu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 21:42

Heimamenn í Bosníu & Herzegovinu fagna einu marka sinna í gær / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hóf veg­ferð sína í undan­keppni EM 2024 á afar slæmu tapi gegn Bosníu & Herzegovinu á úti­velli. Loka­tölur 3-0 í Zeni­ca í kvöld.

Heima­menn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í víta­teig Ís­lands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnar­leikur Ís­lands ekki til út­flutnings.

Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvö­faldaði for­ystu heima­manna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálf­leiks.

Ekki skánaði staðan í síðari hálf­leik því að á 63. mínútu kom Arnar Dedic sér í góða stöðu við víta­teig Ís­lendinga og lét vaða í átt að marki, boltinn endaði í netinu og staðan því orðin 3-0.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og byrjar ís­lenska lands­liðið því undan­keppni EM á tapi. Næsti leikur Ís­lands er á sunnu­daginn kemur þegar að liðið heim­sækir Liechten­stein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við