fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Til skoðunar að rétta í Bankastræti Club málinu í Þjóðmenningarhúsinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 15:00

Þjóðmennningarhúsið. Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankastræti Club málið er óvenjulega umfangsmikið því sakborningar í málinu eru hvorki fleiri né færri en 25 talsins. Af þeim sökum er þingsetning í málinu í fjórum hollum og tekur margar klukkustundir.

Erfiðara er að skipta aðalmeðferð upp með slíkum hætti en búast má að hún verði í haust. Samkvæmt heimildum DV er til athugunar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að fá afnot af Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu undir aðalmeðferðina. Tekið skal fram að ákvörðun um slíkt hefur ekki verið tekin.

Þjóðmenningarhúsið er skammt frá vettvangi hópárásarinnar sem framin var á Bankastræti Club þann 17. nóvember, þ.e. við Hverfisgötu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd