fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Furða sig á ákvörðun sveitarstjórnar um að kaupa gamalt flugvélarflak

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. mars 2023 12:23

Mynd: Vefur Langanesbyggðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur ákveðið að kaupa flak DC flugvélar í landi Sauðanes. Þetta var samþykkt á sveitastjórnarfundi þann 16. mars síðastliðinn. Flakið var í fréttum í fyrravor vegna kvartana bónda í Sauðanesi yfir ágangi ferðamanna sem sýna flakinu áhuga.

Sjá einnig: Gamalt flugfélarflak í Sauðanesi til sölu vegna ágangs ferðamanna

Á Sauðanesi var áður flugvöllur þar sem Bandaríkjaher hafði aðstöðu. Árið 1969 rak flugvél af gerðinni Douglas DC-3 (R4D-S) annan vænginn í flugbrautina við lendingu. Við hnjaskið skemmdist hjólabúnaður vélarinnar og vængurinn. Vængirnir voru fluttir burtu á safn árið 1996 en flakið hefur staðið eftir á túninu í Sauðanesi.

Bóndinn í Sauðanesi hefur viljað lsona við flakið út af ágangi ferðamanna. Í fundargerð sveitarstjórnar (18. liður) Langanesbyggðar segir svo um tillögu að kaupunum:

„Lagt er til að sveitarfélagið kaupi flak DC 3 vélar í landi Sauðaness og komi því fyrir á einhverjum stað í sveitarfélaginu þar sem það gæti verið aðgengilegt enda hefur það mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Lögð fram drög að kaupsamningi með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.“

L-listi lagði til að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að forgangsraða eigi skattfé almennings á eðoliilegan hátt. Sveitarstjórn samþykkti hins vegar kaupin og faldi sveitarstjóra eftirfarandi:

a) Auglýsa eftir aðilum sem vilja taka að sér flakið til varðveislu og/eða hagnýtingar innan sveitarfélaga marka.
b) Auglýsa eftir tillögum að staðsetningu flaksins innan sveitarfélaga marka.

L-listinn lýsti yfir furðu sinni á þessari niðurstöðu og þykir skjóta skökku við að sveitarstjórn kaupi 60 ára gamalt flugvélarflak á meðan ekki séu til peningar til að auka þjónustu við íbúa og sinna framkvæmdum:

„Á þessu kjörtímabili hefur meirihluti frestað eða hætt við nauðsynlegar framkvæmdir í sveitarfélaginu, tekið ákvarðanir um umdeildar launagreiðslur til oddvita og fyrrum framkvæmdastjóra, frestað ráðningu á starfsmanni skrifstofu með tilheyrandi tímabundnum vanda á skrifstofu og nú leggur meirihlutinn til að kaupa 60 ára gamalt flugvélaflak í því skyni að gera úr því aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Fulltrúar L-lista lýsa furðu sinni yfir þessu háttalagi meirihluta á meðan ekki eru til peningar til að auka þjónustu við íbúa, fara í framkvæmdir og viðhald.“

Samkvæmt heimildum DV eru áhöld um hvort flakið teljist í eigu ábúanda á Sauðanesi eða ríkisins en Sauðanes er ríkisjörð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?