fbpx
Mánudagur 26.september 2022
Fréttir

Gamalt flugfélarflak í Sauðanesi til sölu vegna ágangs ferðamanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Sauðanesi, skammt frá Þórshöfn, var áður flugvöllur þar sem Bandaríkjaher hafði aðstöðu. Árið 1969 rak flugvél af gerðinni Douglas DC-3 (R4D-S) annan vænginn í flugbrautina við lendingu. Við hnjaskið skemmdist hjólabúnaður vélarinnar og vængurinn. Vængirnir voru fluttir burtu á safn árið 1996 en flakið hefur staðið eftir á túninu í Sauðanesi og telst eign ábúanda þar.

Bóndinn í Sauðanesi, Ágúst Marinó Ágústsson, hefur nú boðið flugvélarflakið til sölu vegna ágangs túrista.

„Ég nota þetta fyrir hrossa- og rolluskjól, það er stórt 25 hektara hólf sem er í þessu. Svo var einhver hálfviti sem myndaði þetta fyrir nokkrum árum og síðan eru þetta tugir eða jafnvel hundruð sem fara þarna um suma dagana. Ég taldi yfir 80 einn daginn í fyrrasumar, þegar ég var að heyja þarna fyrir neðan heilan dag. Þannig að það er mikið sótt í þetta og ég hef leyft öllum að fara þarna um. En það er kríuvarp þarna svo enginn fær að fara á bíl eða mótorhjóli, þá verð ég vitlaus,“ segir Ágúst í viðtali við DV.

Ágúst finnur sig engan veginn í hlutverki leiðsögumanns og vill því losna við flugvélarflakið og þann ágang sem það veldur. Hann hleypir öllum að flakinu sem fylgja reglum en vill fara að losna við þennan ágang. „Það var fokið skilti sem stendur á einkavegur, en það er allt á kafi í sauðburði hjá mér og maður nennir ekki að tyggja sömu tugguna dag eftir dag ofan í fólk. Þannig að ég vil fara að losna við þennan túristaágang.. Hér í nágrenninu er nóg framboð af gistingu og öðru fyrir ferðamenn og þeir geta farið þangað. Ég er með annan atvinnurekstur á minni jörð sem gengur vel.“

Ágúst hefur nú þegar fengið þrjú tilboð í flugvélarflakið en sveitarstjórn hefur beðið hann um að doka við. „Sveitarstjórinn bað um dálítinn frest, þeir telja þetta vera svo mikil verðmæti sem ekki megi fara af svæðinu.“

Það kemur því í ljós á næstunni hvað verður um flakið en vilji sveitarstjórnar stendur til þess að halda því í héraðinu. Ágúst vill hins vegar losna við það af jörðinni sinni vegna ágangs ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flöskuháls í Landsrétti – Fjölga þarf dómurum

Flöskuháls í Landsrétti – Fjölga þarf dómurum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árás var talin yfirvofandi – Höfðu sérstakan áhuga á árshátíð lögreglunnar

Árás var talin yfirvofandi – Höfðu sérstakan áhuga á árshátíð lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðgerðir í gær tengdust ætluðum undirbúning að hryðjuverkum – Hætta beindist að borgurum og stofnunum

Aðgerðir í gær tengdust ætluðum undirbúning að hryðjuverkum – Hætta beindist að borgurum og stofnunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunaðir um að framleiða þrívíddarprentaðar byssur – Rassía lögreglu staðið yfir frá því í síðustu viku

Grunaðir um að framleiða þrívíddarprentaðar byssur – Rassía lögreglu staðið yfir frá því í síðustu viku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fundu lík mæðgina eftir ábendingar nágranna – „Ég get ekki ímyndað mér neitt sorglegra“

Fundu lík mæðgina eftir ábendingar nágranna – „Ég get ekki ímyndað mér neitt sorglegra“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Helgi gagnrýnir skeytingarleysi lögreglu: „Löggan gerir bara samt ekki neitt, jafnvel þótt þú finnir þjófinn“

Helgi gagnrýnir skeytingarleysi lögreglu: „Löggan gerir bara samt ekki neitt, jafnvel þótt þú finnir þjófinn“