fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 05:14

Pútín í Maríupól. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska fréttastofan RIA Novosti birti myndband á Telegram um helgina sem sýnir að sögn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, keyra um í Maríupól í Úkraínu og heimsækja einn af tónlistarsölum borgarinnar.

Heimsóknin er sögð hafa átt sér stað á laugardaginn en Rússar hafa borgina á sínu valdi.

En sumir hafa efasemdir um að Pútín hafi í raun og veru verið í Maríupól. Einn þeirra Flemming Splidsboel,  sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sem lét efasemdir sínar í ljós í samtali við B.T.

„Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þarna,“ sagði hann og bætti við að það geri þetta grunsamlegt sé að aðeins þetta eina myndband hafi verið birt af þessari meintu ferð Pútíns til Maríupól.

„Það er undarlegt að þeir hafi ekki notað fjölmiðla í botn til að enginn vafi leiki á að hann hafi verið þarna. Hann gæti til dæmis hafa gengið um og talað við fólk,“ sagði Splisboel og bætti við:

„Þetta er athyglisvert miðað við hvernig við sjáum þetta oftast þegar hann heimsækir staði. Til dæmis heimsótti hann nýlega þyrluverksmiðju og þá gat maður sé hann ganga um og skoða hluti og heilsa starfsfólkinu.“

Hann benti einnig á að venjulega myndi heimsókn af þessu tagi vera gerð góð skil í myndum og myndböndum á heimasíðu Kreml.

Hins vegar sé þetta eitthvað undarlegt og Pútín sjáist ekki vel. Það gefi tilefni til vangaveltna um hvort það sé í raun hann sem sést í myndbandinu. „Þetta gæti verið tekið upp hvar sem er, bæði atriðið í bílnum og tónleikasalnum. Venjulegir Rússar eru eflaust sannfærðir en það er ég ekki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa