fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Mikill erill hjá lögreglunni: Um 100 mál bókuð í nótt

Flaska brotinn á höfði manns í miðbænum – Slagsmál við Hallgrímskirkju – Fjöldi fólks stöðvað í umferðinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um hundrað mál færð til bóka á tólf klukkustunda tímabili, eða frá klukkan 17 til 05. Flest málin tengdust hávaða og ölvun.

Meðal verkefna lögreglunnar í nótt má nefna hópslagsmál í Skeifunni, slagsmál við Hallgrímskirkju og líkamsárás á veitingahúsi í miðbæ Reykavíkur seint í nótt.

Þar braut maður flösku á höfði annars manns. Árásarþoli var í kjölfarið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður i fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Einn maður var svo handtekinn í Hafnarfirði um þrjú leytið í nótt, grunaður um innbrot og þjófnað í bifreiðar. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Við vistun fundust ætluð fíkniefni í sokk mannsins.

Að auki stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda ökumanna í nótt. Þeir eru flestir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru þónokkir stöðvaðir vegna vörslu fíkniefna og fundust ætluð fíkniefni hjá nokkrum sem lögreglan stöðvaði í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar