fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Ben Affleck rýfur þögnina og útskýrir myndbandið af rifrildinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. mars 2023 09:16

Myndir og skjáskot úr myndskeiði frá kvöldinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ben Affleck blæs á kjaftasögurnar um að hann hafi verið vansæll á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar.

Ben mætti ásamt eiginkonu sinni, söng- og leikkonunni Jennifer Lopez, á verðlaunahátíðina. Myndir og myndbönd af leikaranum fóru eins og eldur í sinu um netheima og voru höfð að háði og spotti. Hann varð að svo kölluðu jarmi (e. meme) og ekki nóg með það fór myndband af stjörnuhjónunum í mikla dreifingu, en í því virðast þau vera að rífast.

Sjá einnig: Rifrildið ekki það eina sem vakti athygli – Sjáðu svipbrigðin sem eru að gera allt vitlaust

Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði Ben að hann hafi skemmt sér vel þetta kvöld.

„Ég skemmti mér vel. Eiginkona mín var að fara og ég hugsaði: „Það verður góð tónlist, það verður kannski skemmtilegt.“ Á kvikmyndaverðlaunahátíðum eru ræður og svona, þannig ég hélt að þetta yrði skemmtileg,“ sagði hann.

Hann útskýrði einnig atvikið við borðið og myndbandið þar sem þau virðast rífast.

„Ég sá kynnirinn [Trevor Noah] nálgast og var alveg: „Ó, Guð.“ Við vorum í mynd en ég vissi ekki að þau væru byrjuð að taka upp. Ég hallaði mér að [Jennifer] og hvíslaði: „Um leið og þau byrja að taka upp ætla ég að fara og skilja þig eftir sitjandi með Trevor.“ Og hún sagði: „Það er eins gott að þú fokking farir ekki.“ Þetta er svona hjónadæmi. Ég meina sumt af þessu er ég alveg: „Hvaða atriði er þetta?“ Ég næ ekki að fylgjast með. En eiginkona mín gerir það, augljóslega. Og þetta er vinnuviðburður hennar.“

Sjá einnig: Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima

Stórstjörnurnar gengu í það heilaga og héldu þriggja daga veislu í fyrra eftir að hafa tekið saman á ný ári áður, eftir rúmlega sautján ára aðskilnað. Þau voru saman á árunum 2002 til 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði