fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Bandaríkin höfðu betur í ostastríðinu gegn Frakklandi og Sviss

Pressan
Föstudaginn 10. mars 2023 08:00

Ostur er greinilega eftirsóttur hjá þjófum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salatostur, ostateningar, hvítur ostur. Það eru mörg nöfn sem þessi ostur ber í heiminum en ef hann er ekki framleiddur á ákveðnu svæði á Kýpur eða Grikklandi má ekki selja hann undir nafninu „Fetaostur“ í aðildarríkjum ESB.

Svipuð staða var uppi í Bandaríkjunum en bara varðandi svissneska ostinn „gruyére“. En nýlega komst bandarískur dómstóll að þeirri niðurstöðu að orðið „gruyére“ sé almennt orð yfir ost og því ekki eingöngu hægt að binda notkun þess við osta sem eru framleiddir í Frakklandi og Sviss. The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem komi fram í dómnum þá hafi ostur, óháð framleiðslulandi, verið merktur og seldur sem gruyére í Bandaríkjunum áratugum saman.

Gruyére-osturinn er nefndur eftir svissneska bænum þar sem hann hefur verið framleiddur öldum saman. Helsta einkenni hans er að það eru engin göt á honum.

Það voru svissnesku samtökin Interprofession du Gruyére og samsvarandi samtök í Frakklandi, sem höfðu farið fram á að Gruyére yrði skráð í bandarísku vörumerkjaskrána. Markmiðið með þessu var að vernda orðið þannig að ekki væri hægt að nota þetta heiti á ost sem er framleiddur utan Frakklands eða Sviss.

Bandaríska vörumerkjaskráin neitaði að verða við þessu og því fóru samtökin með málið fyrir dóm í ársbyrjun 2022. Hann hefur nú staðfest neitun vörumerkjaskrárinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Í gær

Hún var á leið upp á stjörnuhimininn en lifði tvöföldu lífi – Hvað varð eiginlega um hana og hver var hinn dularfulli Kirk?

Hún var á leið upp á stjörnuhimininn en lifði tvöföldu lífi – Hvað varð eiginlega um hana og hver var hinn dularfulli Kirk?
Pressan
Í gær

Söngvararnir sem fórnuðu öllu fyrir röddina

Söngvararnir sem fórnuðu öllu fyrir röddina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi