fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Svona tendruðu Ben Stiller og Christine Taylor neistann aftur

Fókus
Miðvikudaginn 8. mars 2023 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahjónin Christine Taylor og Ben Stiller gengu í gengum erfiða tíma fyrir nokkru og ákváðu að skilja að borði og sæng. Það var svo í COVID-19 faraldrinum sem þau náðu aftur saman og ákváðu að hætta við lögskilnað.

Christine var í viðtali hjá Drew Berrymore á dögunum og fór þar yfir hvernig þeim tókst að kveikja aftur neistann í hjónabandinu.

„Við höfðum allan þennan tíma til að tala saman,“ sagði Christine og vísaði til þess þegar hún þurfti að einangra sig með manni sínum í COVID.

„Það voru engar truflanir og þetta var mjög dýrmætur tími.“

Það hafi vissulega gert þeim gott að verja tíma í sundur og þegar allt virtist stefna í skilnað ákváðu þau að setja fjölskylduna og börn sín í forgang. Dóttir þeirra er 20 ára og sonur þeirra 17 og ákváðu Christine og Ben að halda áfram að gera hluti saman sem fjölskylda þrátt fyrir yfirvofandi skilnað.

En COVID-19 tendraði neistann áður en til skilnaðar kom og í dag er samband þeirra betra en nokkru sinni fyrr. Christine segir að þau gæti þess að huga að sambandinu en samhliða því gefa sér tíma til að huga að sér sjálfum.

„Þetta er erfitt. En þegar þú ert búinn að búa heila mannsævi með einhverjum þá er mikil saga þarna til staðar.“

Hjónin tilkynntu árið 2017 að þau væru skilin að borði og sæng eftir 18 ára samband. Það var svo í janúar á síðasta ári sem þau staðfestu að þau hefðu aftur tekið upp þráðinn.

Christine segir að þessi tími í sundur hafi gefið þeim dýrmætt tækifæri á því að þroskast sem einstaklingar og það hafi gert þeim kleift að ná svo aftur saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík