fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Íslensk kona dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í Finnlandi – Var meðlimur í 15 manna gengi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 15:30

Frá miðborg Helsinki. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona var í lok janúar dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi. RÚV greinir frá þessu.

Konan er á fertugsaldri. Afbrot hennar var umfangsmikil sala á lyfinu OxyContin, sem er í grunninn sterkt verkjalyf úr flokki ópíóða en er oft misnotað sem vímuefni.  Íslenska konan er talin vera ein af fimmtán manna gengi sem seldi efnið á götum borgarinnar. Höfuðpaurinn í málinu var dæmdur í fimm ára fangelsi.

RÚV greinir frá því að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að efninu var smyglað frá Eistlandi til Finnlands. Í umfjöllun ríkisfjölmiðils Finnlands um málið segir að margir af þeim sem höfðu ánetjast OxyContin hefðu misst vinnuna, glatað sparifé sínu eða neyðst til að selja eignir sínar til að fjármagna neysluna.

RÚV ræddi við Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, og staðfesti hann að borgaraþjónustu ráðuneytisins hefði borist beiðni um aðstoð vegna málsins. Sú beiðni hafi verið send áfram til sendiráðs Íslands í Helsinki. Ekki er útilokað að konan fái að afplána dóm sinn á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum