fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Fundu 4.500 ára höll – Gæti verið lykillinn að upplýsingum um fornt menningarsamfélag

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 12:00

Fornleifafræðingar að störfum i Girsu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri British Museum hefur sagt þetta vera „einn mest heillandi staðinn“ sem hann hefur nokkru sinni komið til. En Sebastien Rey, sem stýrði uppgreftrinum á svæðinu, hefur sagt að hann hafi verið sakaður um að hafa „logið“ til um fundinn og að hafa sólundað fjárveitingum.

Það sem um ræðir er súmmeríska höll í hinni fornu borg Girsu í því sem nú er Írak. Höllin er 4.500 ára og er talin geta verið lykillinn að mikilvægum upplýsingum um fornt menningarsamfélag.

Þar voru breskir og íraskir fornleifafræðingar sem fundu höllina á síðasta ári að sögn The Guardian.

Auk hallarinnar og annarra bygging fundust rúmlega 200 fleygrúnar töflur með ýmsum stjórnsýsluupplýsingum um hina fornu borg.

Rey sagði að þegar hann hafi fyrst skýrt frá verkefninu á alþjóðlegri ráðstefnu hafi enginn trúað honum. Hann hafi bókstaflega fengið að heyra að hann væri að ljúga og eyða peningum Britisth Museum og breskra stjórnvalda.

Girsu, sem er ein elsta þekkta borgin í sögu mannkynsins, var byggð af Súmmerum. Þeir fundu upp ritmál einhvern tímann á tímabilinu frá 3500 til 2000 fyrir Krist. Þeir byggðu fyrstu borgirnar og gerðu fyrstu lagasöfnin.

Borgin fannst fyrst fyrir 140 árum en síðan hafa þjófar herjað á hana og ólöglegur uppgröftur hefur farið fram þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli