fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Getnaðarvarnarpillur fyrir karla í sjónmáli – „Þetta lofar mjög góðu“

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 13:30

Þessi tegund getnaðarvarnarpillu fær fljótlega aukna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í framtíðinni verða það kannski karlar sem taka getnaðarvarnarpillu til að koma í veg fyrir getnað. Í dag eru bara til slíkar pillur fyrir konur en nú eru vísindamenn að gera tilraunir með efni sem lokar á möguleika sæðisfrumna til að komast að eggjunum og frjóvga þau.

Tilraunir á músum lofa góðu því þetta virkaði á þær. Fljótlega verður þetta efni, sem heitir TDI-11861, prófað á kanínum og síðan kemur röðin að körlum.

BBC skýrir frá þessu og segir að efnið sé mjög ólíkt þeim getnaðarvarnarpillum sem eru notaðar af konum. Ástæðan er að hormónar eru ekki notaðir í þeim eins og í núverandi pillum.

Efnið virkar aðeins í skamman tíma og sæðisfrumurnar missa getuna til að synda einni klukkustund eftir að lyfið er tekið. Segir BBC að eftir það séu um þrjár klukkustundir til ráðstöfunar til að klára ástarleikinn áður en sæðisfrumurnar fá sundhæfileikann á nýjan leik.

Það sama gildir um þetta efni og getnaðarvarnarpillur kvenna, það veitir ekki vörn gegn kynsjúkdómum.

Anders Rehfeld er læknir á danska ríkissjúkrahúsinu og vinnur við rannsóknir á getnaðarvörnum fyrir karla. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hann tilraunin sé mjög spennandi. „Þetta lofar mjög góðu og er mjög spennandi,“ sagði hann.

Hann sagði að það áhugaverða í þessu sé að slökkt sé á ensími i sæðisfrumunni en þetta ensím er nauðsynlegt fyrir hana og er ekki til staðar annars staðar í líkamanum. Það dregur úr líkunum á aukaverkunum og raskar ekki hormónajafnvæginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna