fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fann „skrímsli“ þegar hún var að þrífa ísskápinn

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 19:00

Svona leit þetta út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Annika Berglund var að þrífa ísskápinn sinn fann hún mjög svo undarlegan hlut innst í einni hillunni. „Þetta líkist hárkollu eða hársverði svo mér datt eitthvað tengt Trump í hug.“

Þetta sagði Annika, sem býr í Svíþjóð, eftir að hafa fundið þennan undarlega hlut.

Expressen segir að hluturinn hafi verið í Tupperware skál og hafi einna helst líkst blöndu af kattafeldi og rauðri hárkollu.

„Ég varð steinhissa þegar ég sá hárskrímslið. Þessu átti ég ekki von á,“ sagði hún.

Skálinn var alveg innst í ísskápnum og varð Annika að hugsa langt aftur í tímann til að átta sig á að þetta hlutu að vera afgangarnir af hrísgrjónagraut sem var eldaður um jólin. Hann hafði einfaldlega safnað hári!

Hann hafði gleymst í ísskápnum síðan í desember og auðvitað farið að mygla á endanum með þeim afleiðingum að hann varð ansi loðinn eins og sjá má á myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn