fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Jurgen Klopp segir þetta óboðlegt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. febrúar 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það óboðlegt að fá á sig fimm mörk á heimavelli líkt og Liverpool gerði á þriðjudag gegn Real Madrid.

Liverpool þarf að hafa hraðar hendur til að laga hlutina því liðið mætir Crystal Palace á útivelli í deildinni á morgun.

„Ég hef horft á leikinn aftur en ekki allan leikinn með leikmönnum aftur, það er ekki mikið hægt að gera á æfingum á milli leikja sem eru á þriðjudag og laugardag,“ sagði Klopp í dag.

Liverpool hefur unnið tvo síðustu deildarleiki og er komið aftur í baráttu um Meistaradeildarsæti, leikurinn á morgun er því mikilvægur.

„Við notum upplýsingarnar, það er tilgangslaust að hlusta á fjölmiðla eftir svona leik. Það er óboðlegt að fá á sig fimm mörk á heimavelli í Meistaradeildinni, við vitum það. Við breytum því samt ekki, það gerðist.“

„Við verðum að laga það, fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur og hefðum getað skorað meira. Í seinni hálfleik var þetta ekki gott.“

„Margir hlutir eru að koma til baka en það vantar stöðugleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svava leggur skóna á hilluna

Svava leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera