fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Með óbragð í munninum eftir skilaboð sem hann bjóst ekki við að fá

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 21:26

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Frá þessu greindi leikmaðurinn sjálfur í færslu á samfélagsmiðlum.

Hinn 36 ára gamli Ramos á að baki landsliðsferil sem spannar 18 ár og 180 A-landsleiki sem er met hjá leikmanni spænska landsliðsins.

Ramos tók þátt í fjöldamörgum stórmótum með spænska landsliðinu og varð í tvígang Evrópumeistari og heimsmeistari einu sinni.

Síðasti landsleikur hans fyrir spænska landsliðið var leikur gegn Kosóvó í mars árið 2021 en skilaboð frá landsliðsþjálfaranum Luis de la Fuente sannfærðu Ramos að hann ætti ekki endurkomuleið í landsliðið.

Fuente hafði tjáð Ramos að hann væri ekki hluti af hans framtíðarplönum hjá spænska landsliðinu.

,,Ég vonaðist til þess að geta lengt landsliðsferilinn, að ég gæti bundið enda á hann með betri tilfinningu,“ skrifar Ramos meðal annars í færslu á samfélagsmiðlum.

Það má skilja á færslu Ramos að hann er ekki allkosta sáttur með málavendingarnar.

,,Ég trúi því hreinskilnislega að ég hafi verðskuldað að ákveða það sjálfur hvernig landsliðsferillinn endar.“

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sergio Ramos (@sergioramos)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar