fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Elías og félagar úr leik – Ítölsku risarnir sýndu klærnar

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 20:04

Elías Rafn Ólafsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum, af þeim átta sem leiknir eru í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld er lokið. Ítölsku risarnir Juventus eru á meðal þeirra liða sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er úr leik ásamt félögum sínum í Midtjylland.

Elías Rafn var á meðal varamanna Midtjylland í kvöld þegar að liðið tapaði 4-0 á heimavelli gegn portúgalska liðinu Sporting. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því er Sporting áfram í 16-liða úrslit með samanlögðum 5-1 sigri.

Í Frakklandi tóku heimamenn í Nantes á móti Juventus frá Ítalíu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í kvöld reyndist Juventus sterkari aðilinn og vann að lokum 3-0 sigur og því samanlagðan 4-1 sigur í einvíginu.

Í Hollandi var hart barist en þrátt fyrir 2-0 sigur heimamanna í PSV Eindhoven í kvöld er liðið samt úr leik með samanlögðu 3-2 tapi í einvíginu.

Framlenging stendur nú yfir í einvígi Monaco og Bayer Leverkusen. Þá eru seinni fjórir leikir kvöldsins hafnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift