fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Í forgangi að semja við Rashford en hann er ekki sá eini

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í algjörum forgangi hjá Erik ten Hag, stjóra Manchester United og stjórn félagsins að fá Marcus Rashford til að skrifa undir nýjan samning.

Enski landsliðsmaðurinn hefur verið hreint stórkostlegur fyrir United á leiktíðinni. Hann hélt frábæru gengi sínu áfram um helgina er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur Rashford rennur hins vegar út eftir næstu leiktíð. Stórlið Evrópu horfa til hans í ljósi frammistöðunnar undanfarið.

Það kemur hins vegar ekki til greina á Old Trafford að missa Rashford og ætlar félagið sér að framlengja við hann.

Rashford er ekki sá eini sem United ætlar í samningsviðræður við. Félagið vill einnig fá Diogo Dalot til að framlengja.

Samningur portúgalska bakvarðarins rennur einnig út eftir næstu leiktíð.

Dalot er sagður algjör lykilþáttur í verkefni Ten Hag hjá United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum