fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Zelensky segir að hraðar aðgerðir skipti miklu máli núna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar sækja að Úkraínumönnum þessa dagana og því hefur Úkraína þörf fyrir skjóta aðstoð frá Vesturlöndum. Hernaðaraðstoðin, sem búið er að heita Úkraínumönnum í formi vopna, skotfæra og annars búnaðar, þarf því að komast skjótt á áfangastað.

Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti í Úkraínu, í ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar á þriðjudagskvöldið.

Hann sagði að nú reyni Kremlverjar að kreista allan þann sóknarþunga, sem hægt er, út úr rússneska hernum. Þeim liggi á.

Hann sagði einnig að Rússar sæki að Úkraínumönnum þessa dagana á meðan Úkraínumenn og bandamenn þeirra séu að safna liði. „Af þeim sökum skiptir hraðinn miklu máli,“ sagði hann.

„Hraði skiptir öllu. Þetta snýst um að taka ákvarðanir, að framfylgja ákvörðunum, að senda birgðir, þjálfun. Hraði bjargar mannslífum. Hraði færir okkur öryggi á nýjan leik og ég þakka öllum bandamönnum okkar sem hafa áttað sig á að hraði er mikilvægur,“ sagði hann.

Rússar sækja nú að Bakhmut en barist hefur verið um bæinn mánuðum saman. Þar hafa Úkraínumenn varist af mikilli hörku og Rússar hafa orðið fyrir gríðarlegu manntjóni en halda engu að síður áfram að reyna að ná bænum á sitt vald. Virðist sem Vladímír Pútín, forseti, hafi sett sér það markmið að ná bænum, hvað sem það kostar.

Ef Rússar ná Bakhmut getur það opnað fyrir sókn þeirra að stærri bæjum í Donetsk. Eru Kramatorsk og Slovjansk nefndir sem næstu hugsanlegu skotmörk.

Sigur í Bakhmut myndi einnig blása löngu tímabærum meðvindi í segl rússnesku ríkisstjórnarinnar sem hefur horft upp á her sinn bíða hvern ósigurinn á fætur öðrum á síðustu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“