fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Mikill fjöldi hælisumsókna frá Venesúelabúum – „Fiskisagan flýgur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú bíða 1.400 umsóknir um alþjóðlega vernd afgreiðslu hjá Útlendingastofnun. Af þeim eru 900 frá fólki frá Venesúela. Ferðaþjónustufyrirtæki í Venesúela hefur bent viðskiptavinum sínum á að gott sé að fara til Íslands til að njóta þeirra réttinda sem hælisleitendur fá ef umsóknir þeirra eru samþykktar.

Morgunblaðið hefur eftir Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, að dæmi af þessu tagi séu ömurleg og að stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir þeim. „Við búum við það að kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að borgurum frá Venesúela skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd. Það er eitt af því sem við veitum umfram aðrar Evrópuþjóðir,“ sagði hann og bætti við að það þurfi að bregðast við þessu því þróunin í þessum málum geti ekki haldið áfram með þeim hætti sem verið hefur.

Eins og fram kom í DV í gær þá benti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á það í færslu á Facebook að Air Viajes í Venesúela hafi auglýst Ísland sem vænlegan áfangastað vegna velferðarkerfisins og lífskjörunum sem hér eru.

Segir að Ísland sé sérstaklega auglýst fyrir hælisleitendur og um skipulagða starfsemi sé að ræða

Morgunblaðið hefur eftir Jóni Gunnarssyni að auglýsing ferðaskrifstofunnar sé afleiðing af þeirri stefnu sem hefur verið rekin hér á landi. „Fiskisagan flýgur um það hvernig þjóðir taka á móti flóttamönnum og við höfum verið í þeirri stöðu að við erum með segla, sem felast í því að við erum almennt að gera betur en aðrar þjóðir. Það er rótin að því að hingað sækja fleiri en í nágrannalöndum okkar eða þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“