fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Úkraína mun ekki nota ný langdræg flugskeyti sín til árása á rússneskt landsvæði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 05:40

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn mun ekki nota þau langdrægu flugskeyti, sem Bandaríkin ætla að láta honum í té, til að gera árásir á rússnesk landsvæði og munu aðeins beita þeim gegn rússneskum skotmörkum á herteknum úkraínskum landsvæðum.

Þetta sagði Oleksii Reznikov, þáverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, um helgina. Reznikov var vikið úr embætti um helgina vegna rannsókna á spillingarmálum innan úkraínska stjórnkerfisins.

Bandarísk stjórnvöld staðfestu á föstudaginn að meðal þeirra vopna, sem eru í nýjasta hjálparpakkanum til Úkraínu, séu langdræg flugskeyti sem drífa allt að 150 km. Fram að þessu hafa Úkraínumenn aðeins fengið flugskeyti sem drífa um 80 km.

Reznikov sagði fréttamönnum að flugskeytunum verði aðeins beitt gegn rússneskum hersveitum sem eru á herteknum úkraínskum landsvæðum.

Sky News segir að hann hafi einnig sagt að reiknað sé með að Rússar hefji sókn nú í febrúar en Úkraínumenn hafi getu til að hindra framsókn rússneska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu