fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Rýfur þögnina um nauðgunarásakanirnar gegn Danny Mastersson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:37

Danny Mastersson og Ashton Kutcher.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur loks rofið þögnina um nauðgunarásakanirnar gegn Danny Masterson.

Þeir léku saman í vinsælu gamanþáttunum That 70s Show frá 1998 til 2006 og seinna í Netflix-þáttunum The Ranch. Danny var sagt upp af streymisveitunni árið 2020 eftir að hann var handtekinn og kærður fyrir nauðgun af þremur konum. Eina þeirra gaf tilfinningaríkan vitnisburð við aðalmeðferð í fyrra og sagði að Danny hafi nauðgað henni og hótað henni með byssu árið 2003.

Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar í kynferðisbrotamáli Danny Masterson og ógnvekjandi viðbrögð Vísindakirkjunnar

Danny og Ashton í That 70s Show.

Ashton Kutcher sagði í nýju viðtali við Esquire að hann vonar að Danny verði sýknaður af ákærunum.

„Ég finn til með öllum þeim sem fannst eins og það hafi verið brotið á þeim,“ sagði hann og bætti við að hann vilji að Danny verði „fundinn saklaus af ákærunum gegn honum.“ Hann tók það fram að hann vill ekki að Danny sleppi með skrekkinn heldur að hann vonast til þess að Danny, maðurinn sem var vinur hans og fyrirmynd, sé í raun og veru saklaus.

Í viðtalinu rifjaði hann einnig upp tíma þeirra saman í þættinum og sagði að Danny hafi verið eins konar leiðbeinandi hans í byrjun ferils hans í Hollywood.

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá get ég ekki vitað hvað gerðist. Ég er ekki dómarinn og ég er ekki hluti af kviðdómnum. Ég er ekki saksóknarinn og ekki þolandinn. Og ég er ekki sá sem er kærður. Þess vegna get ég ekki tjáð mig frekar um þetta,“ sagði hann og bætti við eftir smá pásu. „Ég bara veit ekki.“

Ashton og Danny í The Ranch. Þættirnir héldu áfram án Danny eftir að honum var sagt upp árið 2020.

Í júní 2020 var Danny handtekinn og kærður fyrir að nauðga þremur konum á árunum 2001 til 2003. Leikarinn hefur haldið fram sakleysi sínu en verður hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Aðalmeðferð í málinu fór fram í október og nóvember í fyrra en dómari dæmdi réttarhöldin ómerk þar sem kviðdómur gat ekki komið sér saman um úrskurð. Málið verður tekið upp að nýju í 27. mars 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því