fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Plöntutoxín sagt vera hið „nýja vopn“ í sýklalyfjastríðinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 13:30

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað plöntutoxín sem býr yfir einstökum eiginleika til að losa sig við bakteríur. Þeir telja að hægt verði að nota þetta toxín, sem heitir albicidin, til að þróa nýjar tegundir sýklalyfja.

The Guardian skýrir frá þessu.

Læknar hafa árum saman varað við því að mikil hætta steðji að mannkyninu vegna vaxandi sýklalyfjaónæmis.

Albicidin ræðst á bakteríur á allt annan hátt en þau sýklalyf sem til eru að sögn breskra, þýskra og pólskra vísindamanna. Rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu Nature Catalysis.

Segja þeir að þetta muni hugsanlega opna nýja leið til að takast á við bakteríur. Dmitry Ghilarov, einn vísindamannanna, sagði að við tilraunir hafi ekki tekist að laða fram neina mótstöðu hjá bakteríum gegn albicidin. Hann sagði að vísindamennirnir telji að það verði erfitt fyrir bakteríur að þróa mótstöðu gegn sýklalyfjum byggðum á albicidin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim