fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Tekist á um miðlunartillöguna í Silfrinu – Segir hana ólöglega og beina árás á samningafrelsi í landinu

Eyjan
Sunnudaginn 29. janúar 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks Fólksins, telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sé ólögleg. Telur þingmaðurinn, sem er lögfræðimenntaður, að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hafi þurft ráðfæra sig við deiluaðila áður en tillagan var gerð en það hafi ekki verið gert. Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í umsjón Egils Helgasonar en gestir þáttarins voru þingmennirnir og lögfræðingarnir Eyjólfur Ármannsson úr Flokki Fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir úr Pírötum og Jódís Skúladóttir úr VG.

Í þættinum var meðal annars rætt um að ekki hafi neitt sérstakt neyðarástand skapast og mögulega hafi ríkissásttasemjari verið full bráðlátur. „Hann var alltof fljótur á sér. Ég tel að þetta sé bein árás á samningafrelsi í landinu og verkalýðshreyfinguna,“ segir Eyjólfur.

Grafi undan stjórn Eflingar

Hann bendir á að miðlunartillagan byggist á tilboði sem Samtök atvinnulífsins hafi þegar lagt fram og að samningarnefnd Eflingar hafi þegar hafnað. Tillagan grafi því undan stjórn Eflingar.

„Ég trúi ekki öðru en að það, bara að leggja fram þessa miðlunartillögu, fari fyrir dóm,“ sagði Eyjólfur og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að verkalýðshreyfingin í heild sinni myndi mótmæla þessum gjörningi.

Það virðist vera að ganga eftir en fyrr í dag sendi miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands frá sér ályktun þar sem óeðlileg og ótímabært  inngrip ríkissáttasemjara var fordæmt.

„Miðstjórn RSÍ skorar á ríkissáttasemjara að draga miðlunartillögu sína til baka og láta af fordæmalausum aðgerðum gegn stéttarfélagi sem með lögmætum hætti leggur sitt af mörkum að ná ásættanlegum kjarasamningi fyrir sitt félagsfólk. Jafnframt ber ríkissáttasemjara að gæta jafnræðis á milli samningsaðila og stilla sér ekki upp í hóp atvinnurekenda með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni. Að leggja fram tilboð atvinnurekenda sem miðlunartillögu sýnir skort á tengingu við málstað verkalýðsfélagsins,“ segir í ályktuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“